Innkoma Costco á íslenskan matvörumarkað hefur haft neikvæð áhrif á sölu berja- og tómatabænda á Íslandi. Afleiðingin er m.a. sú að tómatabændur hafa þurft að frysta mun meira af sinni vöru en áður. Þetta kemur fram á Vísir.is í dag.

Jarðaberjabóndi á Flúðum segist vera hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum vegna dræmrar sölu en Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda segir opnun Costco hafa merkjanleg áhrif á íslenska grænmetisbændur. Þá hafi það væntanlega haft mikið af segja að Costco kom inn á markaðinn þegar mesta uppskeran var.

Viðræður eru um að koma íslenskri vöru inn í Costco og vonar Gunnar að menn nái saman um það. Þannig hafi kúnninn allavega val um það hvort hann velji innflutta eða innlenda vöru,“ segir hann.