*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 8. júní 2017 15:05

Costco-kort fyrir 300 milljónir

Verslunarrisinn Costco hefur selt samtals 62 þúsund meðlimakort á Íslandi.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Costco á Íslandi hefur selt 62 þúsund meðlimakort til viðskiptavina sinna. Þetta staðfesti Brett Vigelskas framkvæmdastjóri Costco á Íslandi í samtali hans við Viðskiptablaðið.

Einstaklingskort kort kosta 4.800 krónur og fyrirtækjakort 3.800 krónur. Þetta þýðir að fyrirtækið hefur selt meðlimakort fyrir tæplega 300 milljónir króna. 

Fyrir stuttu birtist færsla  í Facebook hópnum „Keypt í Costco Ísl - myndir og verð" um að starfsmaður hafði greint viðskiptavini frá því að 103 þúsund manns hafi fengið aðildarkort en þær upplýsingar reyndust rangar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim