Hlutabréf í svissneska bankanum, Credit Suisse Group hafa lækkað mikið það sem af er degi. Lækkunin í dag nemur 7,59% þegar þetta er skrifað. Á síðustu þremur mánuðum hafa bréf í bankanum lækkað um sem nemur 47,77% en gengi þeirra hefur ekki verið lægra í 27 ár.

Lækkanirnar hafa valdið miklum efasemdum um endurskipulagningaráætlun bankastjórans, Tidjane Thiam. Hann hefur á síðustu árum reyna að snúa við rekstri bankans en bankar hafa átt í miklum rekstrarvanda á síðustu árum. Áætlunin var kynnt í október sl. en henni var ætlað að minnka umfang fjárfestingarstarfsemi bankans og auka við vægi eignarstýringar bankans.

Evrópskir bankar hafa lækkað mikið undanfarið, en lækkanirnar hófust í kringum það leyti sem franski bankinn Societe Generale skilaði ársreikningi þar sem tekjurnar drógust saman um 35%.