Credit Suisse Group AG ætlar að ráða í 1200 stöður í Raleigh í Norður-Karólínu. Nú þegar starfa um 1500 einstaklingar fyrir bankann, en ef allt fer eftir áætlun má vænta þess að félagið geti sparað sér umtalsverðar upphæðir í skatt.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni má félagið gera ráð fyrir því að fá 40,2 milljónir dollara endurgreidda frá skattinum eftir 12 ár, ef félaginu tekst að ráða og fjárfesta á svæðinu.

Aðrir fjárfestingabankar hafa verið að taka svipuð skref og hafa fært ýmsa starfsemi í ódýrari borgir. Deutsche Bank AG og Goldman Sachs Group Inc. eru ekki undanskilinn þeirri þróun.

Credit Suisse gerir ráð fyrir að fjárfesta fyrir 70,5 milljónir dala á væðinu á næstu árum.