*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Erlent 18. júní 2018 12:28

CYBG kaupir Virgin Money

Með þessu verður Virgin Money sjötti stærsti banki Bretlands, með um það bil 6 milljónir viðskiptavina.

Ritstjórn
Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Group.

CYBG sem er eigandi bresku bankanna Clydesdale Bank og Yorkshire Bank, mun kaupa Virgin Money á 1,7 milljarða punda. Virgin Money er einnig breskur banki. Greint er frá þessu á vef BBC

Þessi kaup fela það í sér að viðskiptavinir Clydesdale Bank og Yorkshire Bank munu færast yfir til Virgin Money í skrefum á næstu þremur árum.

Með þessu verður Virgin Money sjötti stærsti banki Bretlands, með um það bil 6 milljónir viðskiptavina. Þrátt fyrir það er búist við að 1.500 störf muni glatast með þessari sameiningu.

CYBG hefur greint frá því að búið sé að semja við Sir Richard Branson, stofnanda Virgin Group, um að fá afnot af Virgin Money vörumerkinu fyrir 12 milljónir punda á ári. Þær greiðslur mun svo síðar hækka upp í 15 milljónir punda á ári.

Stikkorð: Richard Branson Virgin Money CYBG