*

föstudagur, 19. apríl 2019
Fólk 1. ágúst 2018 15:06

Daði og Adrian til Fossa markaða

Daði Kristjánsson og Adrian Sabido, sem hafa starfað í markaðsviðskiptum Arctica Finance síðustu þrjú ár, hafa sagt upp störfum hjá Arctica og gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Fossa markaði.

Ritstjórn
Daði Kristjánsson hefur gengið til liðs við Fossa markaði.

Daði Kristjánsson og Adrian Sabido, sem hafa starfað í markaðsviðskiptum Arctica Finance síðustu þrjú ár, hafa sagt upp störfum hjá Arctica og gengið til liðs við verðbréfafyrirtækið Fossa markaði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Gert er ráð fyrir að þeir muni hefja störf hjá Fossum eftir þrjá mánuði.

Með ráðningu Daða og Adrian eru Fossar að bregðast við brotthvarfi þriggja verðbréfamiðlara fyrr á árinu þegar þeir Þorbjörn Atli Sveinsson, Gunnar Freyr Gunnarsson og Rúnar Steinn Benediktsson hættu störfum hjá félaginu. 

Daði og Adrian, sem tóku til starfa hjá Arctica þegar félagið keypti H.F. Verðbréf haustið 2015, hafa undanfarin ár verið lykilstarfsmenn í markaðsviðskiptum verðbréfafyrirtækisins. Daði var áður framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim