Á heimasíðu Landsbankans kemur fram að N1 bjóði nú til sölu bensínstöðina Dæluna ásamt fimm öðrum eldsneytisstöðvum.

Þann 30. júlí síðastliðinn gaf Samkeppniseftirlitð út úrskurð þar sem kom fram að stofnunin heimili samruna N1 og Festi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Eitt af þessum skilyrðum var að fyrirtækið yrði að selja vörumerkið, Dæluna.

Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem annast söluna fyrir hönd N1. Fram kemur að frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum sé til klukkan 16:00 þann 13. september næstkomandi. Óskað er eftir tilboðum í annars vegar eldsneytisreksturinn og hins vegar dagvöruverslunina.

Auglýsinguna má nálgast hér .