Fyrrverandi starfsmaður svissnesks dótturfélags HSBC bankans hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi af svissnesku dómstól fyrir að fjarlægja gögn um viðskiptavini bankans og leka þeim. Lekinn leiddi til rannsókna á meintum skattsvikum hjá stórum viðskiptavinum bankans í Sviss.

Herve Falciani er franskur ríkisborgari og mun að óbreyttu ekki þurfa að sitja af sér fangelsisdóminn, því Frakkar framselja ekki eigin ríkisborgara.

Falciani vann hjá bankanum á árunum 2006 til 2008 og sótti töluvert magn gagna um viðskiptavini og bankareikninga á þeim tíma. HSBC hefur haldið því fram að markmið Falciani hafi verið að selja upplýsingarnar og fagnaði því dómi svissneska dómstólsins.