Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamáli einstaklings gegn Fjarskiptum hf., annars þekkt sem Vodafone, eftir að tölvuþrjótur stal persónulegum upplýsingum ákærandans af „Mínum síðum”. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone sem barst Viðskiptablaðinu í dag.

Vodafone var dæmt til að greiða tæplega 2 milljónir króna í skaðabætur auk málskostnaðar sem nam milljón króna. Höfuðstóll bótakröfunnar nam 8,4 milljónum króna. Að þessu máli loknu hafa sex mál vegna fyrrnefnds tölvuinnbrots. Af þeim hefur Vodafone verið sýknað í tveimur en dæmt til að greiða skaðabætur í fjórum.

Samtals hafa Fjarskipti áður verið dæmd til að greiða 2,7 milljónir króna í skaðabætur auk málskostnaðar en með þessum dómi verður fjárhæðin ríflega 4,7 milljónir króna.