*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 14. júní 2013 14:45

Daimler styrkir hringferð Mercedes-eigenda um landið

Mercedes Benz-klúbburinn á Íslandi ætla að fara í hópferð í kringum landið í tilefni af tíu ára afmæli klúbbsins.

Róbert Róbertsson
Aðsend mynd

„Þetta verður án efa spennandi ferð og það er mikil tilhlökkun í mönnum. Allmargir félagar í klúbbnum munu fara í þessa afmælisferð og auðvitað eru allir Mercedes-Benz eigendur  velkomnir að slást í hópinn,“ segir Garðar Lárusson formaður Mercedes-Benz klúbburinn á Íslandi. Meðlimir hans ætla í fyrra málið að leggja af stað í hópferð hringinn í kringum landið í tilefni af því að áratugur er liðinn frá því klúbburinn var settur á laggirnar.

Alls erum um 200 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Ferðin hefst klukkan níu við bílaumboðið Öskju í Reykjavík í fyrramálið þar sem Bens-eigendur fá sér kaffi og rúnstykki áður en þeir leggja í hann klukkan hálf ellef. Bílaframleiðandinn Daimler í Stuttgart styrkir ferðina. 

„Við munum koma við á mörgum stöðum og ætlum m.a. að heimsækja Bíladaga á Akureyri um helgina. Þá munum við stoppa einnig í mörgum söfnum víðs vegar um landið m.a. samgöngusöfnum,“ segir Garðar.

Hér að neðan eru myndir af nokkrum bílanna sem tóku þátt í ferð klúbbsins í fyrra. Myndirnar tók Sigurður Hamar Pétursson og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.