*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 14. júní 2013 14:45

Daimler styrkir hringferð Mercedes-eigenda um landið

Mercedes Benz-klúbburinn á Íslandi ætla að fara í hópferð í kringum landið í tilefni af tíu ára afmæli klúbbsins.

Róbert Róbertsson
Aðsend mynd

„Þetta verður án efa spennandi ferð og það er mikil tilhlökkun í mönnum. Allmargir félagar í klúbbnum munu fara í þessa afmælisferð og auðvitað eru allir Mercedes-Benz eigendur  velkomnir að slást í hópinn,“ segir Garðar Lárusson formaður Mercedes-Benz klúbburinn á Íslandi. Meðlimir hans ætla í fyrra málið að leggja af stað í hópferð hringinn í kringum landið í tilefni af því að áratugur er liðinn frá því klúbburinn var settur á laggirnar.

Alls erum um 200 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Ferðin hefst klukkan níu við bílaumboðið Öskju í Reykjavík í fyrramálið þar sem Bens-eigendur fá sér kaffi og rúnstykki áður en þeir leggja í hann klukkan hálf ellef. Bílaframleiðandinn Daimler í Stuttgart styrkir ferðina. 

„Við munum koma við á mörgum stöðum og ætlum m.a. að heimsækja Bíladaga á Akureyri um helgina. Þá munum við stoppa einnig í mörgum söfnum víðs vegar um landið m.a. samgöngusöfnum,“ segir Garðar.

Hér að neðan eru myndir af nokkrum bílanna sem tóku þátt í ferð klúbbsins í fyrra. Myndirnar tók Sigurður Hamar Pétursson og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.

 

 

 

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim