Íslenska krónan hefur það sem af er degi styrkst gagnvart Bandaríkjadal, en veikst gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum sínum, en þó er um frekar litlar breytingar að ræða í hvora áttina.

Þegar þetta er skrifað er breytingin eftirfarandi:

  • Evran hefur styrskt gagnvart krónu um 0,39% - kaup: 116,81 - sala: 117,59
  • Bandaríkjadalur hefur veikst gagnvart krónu um 0,44% - kaup 108,90 - sala: 109,62
  • Sterlingspund hefur styrkst gagnvart krónu um 0,66% - kaup: 134,55 - sala: 135,44
  • Japanskt jen hefur styrkst gagnvart krónu um 0,66% - kaup: 0,9608 - sala: 0,9675
  • Svissneskur franki hefur styrkst gagnvart krónu um 0,64% - kaup: 109,22 - sala: 109,94
  • Dönsk króna hefur styrkst gagnvart krónu um 0,37% - kaup: 15,712 - sala: 15,816
  • Sænsk króna hefur styrkst gagnvart krónu um 0,97% - kaup: 12,316 - sala: 12,398
  • Norsk króna hefur styrkst gagnvart krónu um 0,18% - kaup: 12,753 - sala: 12,837