Netverslunarrisinn Alibaba tilkynnti í morgun formlega að Jack Ma, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hygðist stíga til hliðar, en við honum tekur Daniel Zhang, framkvæmdastjóri félagsins.

Sagt var frá áformum Ma þess efnis um helgina , en ekki hver tæki við. Ma, sem er enskukennari að mennt, stofnaði félagið í íbúð sinni árið 1999, og hefur leitt það síðan.

Ma sagði ástæðuna fyrir afsögninni þá að hann vildi einbeita sér að góðgerðarmálum, en hann verður þó áfram í stjórn félagsins til 2020, auk þess að eiga áfram sæti í stýrihóp háttsettra stjórnenda félagsins sem hefur mikil ítök innan þess.