*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 10. september 2018 11:22

Daniel Zhang tekur við af Ma

Framkvæmdastjóri Alibaba, Daniel Zhang, mun taka við af Jack Ma sem stjórnarformaður, sem hættir til að sinna góðgerðarmálum.

Ritstjórn
Jack Ma stofnaði Alibaba í íbúð sinni árið 1999 og hefur leitt félagið síðan þá.
epa

Netverslunarrisinn Alibaba tilkynnti í morgun formlega að Jack Ma, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hygðist stíga til hliðar, en við honum tekur Daniel Zhang, framkvæmdastjóri félagsins.

Sagt var frá áformum Ma þess efnis um helgina, en ekki hver tæki við. Ma, sem er enskukennari að mennt, stofnaði félagið í íbúð sinni árið 1999, og hefur leitt það síðan.

Ma sagði ástæðuna fyrir afsögninni þá að hann vildi einbeita sér að góðgerðarmálum, en hann verður þó áfram í stjórn félagsins til 2020, auk þess að eiga áfram sæti í stýrihóp háttsettra stjórnenda félagsins sem hefur mikil ítök innan þess.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim