Í síðustu viku bætti danska fjárfestingarfélagið William Dement Invest við sig þremur milljónum hluta í íslenska stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Oticon-stofnunin er eigandi fjárfestingarfélagsins. Félagið fékk hlutinn á 29,75 krónur og kostaði aukningin félagið 1,45 milljarða íslenskra króna að því er Fréttablaðið greinir frá.

Frá áramótum hefur hlutur félagsins í Össur aukist úr 42,1% í 46%. Danski lífeyrissjóðurinn ATP, sem átti um 6,2% hlut í lok síðasta árs er næst stærsti hluthafinn í Össur á eftir danska fjárfestingarfélaginu, en einnig eiga Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi-lífeyrissjóður um sex prósenta hlut.

Eins og V iðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku hagnaðist Össur um 13 milljónir Bandaríkjadala, eða 1,4 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi ársins.