Nýlega veitti Glitnir tíu framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna en rúmlega fimmhundruð umsóknir bárust að þessu sinni.

Veittir voru fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónum hver til framhaldsnáms á háskólastigi, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og loks tveir styrkir að upphæð 100 þúsund krónur hvor til framhaldsskólanáms.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

Dómnefnd skipuðu: Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalman, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Glitnis en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Styrkhafar í ár voru:

  • Erling Óskar Kristjánsson , nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
  • Elín Signý Ragnarsdóttir , mun hefja nám í  listdansi við Copenhagen Contemporary Dance School í haust.
  • Fríða Einarsdóttir , stundar nám í viðskiptafræði við  Háskólann í Reykjavík
  • Arna Varðardóttir , útskrifast með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands í vor.
  • Sigurður Rögnvaldsson , stundar nám í Tónlistarskólanum í Gautaborg í djassgítarleik.
  • Geir Brynjar Hagalínsson , stundar nám í verkfræði við Robert Gordon háskólann í Skotlandi.
  • Ólafur Guðmundsson , er í framhaldsnámi í rafmagnsverkfræði við Stanford háskóla.
  • María Hrafnsdóttir , er sérfræðingur í taugalækningum og á leið í nám í líknalækningum samhliða starfi sínu.
  • Bjarni Kristinn Torfason , í doktorsnámi við Columbia háskóla og leggur stund á fjármál og hagfræði.
  • Fjóla Dögg Helgadóttir , stundar doktorsnám í sálfræði við Háskólann í Sidney, Ástralíu.

Í umsögn dómnefndar segir:

Við valið hafði dómnefnd til hliðsjónar þætti eins og dugnað í íþróttum og listum, þátttöku í félagsmálum og vel framsetta umsókn. Námsstyrkshafar Glitnis í ár eru metnaðarfullt námsfólk með skýra sýn á hvert það vill stefna í framtíðinni og munu svo sannarlega efla og auðga íslenska menningu, vísindaheim og samfélagið í heild.

„Það er ánægjulegt að sjá þennan sterka hóp styrkþega  koma úr svo mörgum áttum.  Okkur hjá Glitni finnst mikilvægt að stefna saman fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun og reynslu sem skilar sér í meira skapandi umhverfi.  Við teljum það ljúfa skyldu okkar að styrkja ungt fólk til frekari menntunar í listum jafnt sem vísindum, sem mun síðan styrkja menningu okkar og samfélag í framtíðinni,” sagði Lárus Welding forstjóri Glitnis við afhendinguna