Hópur danskra milljarðamæringa hefur tekið höndum saman og hyggst í sameiningu kaupa milli 60 og 65% af Plaza Hotel Group en innan keðjunnar eru hótel eins og Plaza, Mercur, Richmond og Copenhagen Star hótelið.

Milljarðamæringarnir sem um ræðir eru Erik Damgaard sem efnaðist á tölvubransanum, Ole Vagner eigandi Keops, og Steen Larsen sem aðallega hefur fjárfest í starfsemi tengdri knattspyrnu.
Stólaframleiðandinn Lorenz Jörgensen seldi Plaza Hotel keðjuna í fyrra fyrir milli 600 og 700 milljónir danska og efnaðist gríðarlega á henni.

Nýju dönsku hótelkóngarnir verða samt sem áður að gera sér að góðu að deila titlinum með íslendingunum sem eiga fjárfestingafyrirtækið Nordic Partners sem nýlaga festi kaup á enn fínni hótelum eins og Hotel D?Angleterre, Hotel Frederik og Hotel Front.