*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 20. maí 2014 13:35

Dapurlegt hvað XD gengur illa

Gísli Marteinn segir að ekki megi kenna afstöðu Bjarna Benediktssonar í Icesave málinu um stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson lýsir vonbrigðum sínum með stöðu Sjálfstæðisflokksins á Twitter í dag. Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fengi flokkurinn þrjá menn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag. Það yrði þá versta niðurstaða flokksins í borgarstjórnarkosningum. 

„Mér finnst dapurlegt hvað vinum mínum í XD gengur illa. En þeir sem skrifa gengið á afstöðu Bjarna Ben í Icesave eru í tímamótarugli,“ segir Gísli Marteinn sem sat sjálfur i borgarstjórn á kjörtímabilinu en hætti þegar honum bauðst starf dagskrárgerðarmanns á RÚV. 

Sem kunnugt er greiddi Bjarni Benediktsson atkvæði með Icesave-samningunum sem gerðir voru eftir að Lee Buchheit fór fyrir samninganefnd Íslands. Sú afstaða var harðlega gagnrýnd innan hans eigin flokks.