*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 20. maí 2014 13:35

Dapurlegt hvað XD gengur illa

Gísli Marteinn segir að ekki megi kenna afstöðu Bjarna Benediktssonar í Icesave málinu um stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Ritstjórn

Gísli Marteinn Baldursson lýsir vonbrigðum sínum með stöðu Sjálfstæðisflokksins á Twitter í dag. Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fengi flokkurinn þrjá menn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag. Það yrði þá versta niðurstaða flokksins í borgarstjórnarkosningum. 

„Mér finnst dapurlegt hvað vinum mínum í XD gengur illa. En þeir sem skrifa gengið á afstöðu Bjarna Ben í Icesave eru í tímamótarugli,“ segir Gísli Marteinn sem sat sjálfur i borgarstjórn á kjörtímabilinu en hætti þegar honum bauðst starf dagskrárgerðarmanns á RÚV. 

Sem kunnugt er greiddi Bjarni Benediktsson atkvæði með Icesave-samningunum sem gerðir voru eftir að Lee Buchheit fór fyrir samninganefnd Íslands. Sú afstaða var harðlega gagnrýnd innan hans eigin flokks. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim