Hugbúnaðarfyrirtækið Datamarket tapaði 64 milljónum króna á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem er nokkur aukning frá árinu 2011 þegar félagið tapaði um 44 milljónum. Þess ber þó að geta að félagið gjaldfærir allan þróunarkostnað við hugbúnaðargerð jafnóðum og hann fellur til. Slíkt er ekki algilt því sumfélög eignfæra slíkan kostnað.

Rekstur dótturfélags Datamarket í Bandaríkjunum skilaði 21 milljónar króna tapi á árinu. Það var fyrsta starfsár Datamarket Inc. í Bandaríkjunum. Hlutafé Datamarket var aukið um 60 milljónir á árinu 2012 og eru stærstu eigendur þess Frumtak með um 40% hlut og Hjálmar Gíslason með 27% hlut.