*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Fólk 23. febrúar 2009 15:50

Davíð Þorláksson fer frá Askar til Icelandair Group

Ritstjórn

Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn lögfræðingur Icelandair Group en í árslok mun Már Gunnarsson, lögfræðingur og fyrrum starfsmannastjóri samstæðunnar, láta af störfum vegna aldurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið starfsmönnum Icelandair Group og dótturfélaga.

Davíð er 29 ára gamall og hefur verið yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital frá árinu 2007.

Þar áður var hann lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavík og aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands.