David Cameron, for­sæt­is­ráðaherr­a Bret­lands mun taka þátt í málþinginu Nort­hern Fut­ure For­um í Reykja­vík 28. og 29. októ­ber næst­kom­andi. Auk Cameron verða forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna gestir á málþinginu.

Þetta verður í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins sem forsætisráðherra Bretlands heimsækir Ísland. Síðasti forsætisráðherra Bretlands til að heimsækja Ísland var Winston Churchill heimsótti landið árið 1941.

Northern Future Forum er umræðuvettvangur þar sem þjóðarleiðtog­ar, fræðimenn og sér­fræðing­ar skipt­ast á skoðunum um val­in mál. Í ár verður rætt um skapandi atvinnugreinar og nýsköpun í opinberum rekstri.