*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 6. júní 2018 16:38

Davíð kosinn nýr í stjórn Haga

Fjármálastjóri Nordic Visitor er nýr í stjórn Haga eftir aðalfund í dag, en félagið samþykkti að greiða ríflega 1,2 milljarða í arð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á aðalfundi Haga sem haldinn var í morgun var auk hefðbundinna aðalfundastarfa kosið í stjórn félagsins.

Allir fyrrum stjórnarmenn voru kosnir til áframhaldandi setu en af þremur nýjum sem buðu sig fram var það Davíð Harðarsson fjármálastjóri Nordic Visitor sem kemur nýr inn í stjórnina.

Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt að hækka stjórnarlaun um 10%, þannig að stjórnarformaður fær 660 þúsund á mánuði, nýtt hlutverk varaformanns gæfi 495 þúsund á mánuði en aðrir stjórnarmenn 330 þúsund krónur.

Auk þess að samþykkja heimild til kaupa á allt að 10% alls hlutafjár í félaginu næstu 18 mánuði, samþykkti félagið að hækka hlutafé félagsins um tæplega 42 milljón hluti.

Hið nýja hlutafé, sem samsvarar um 3,4% alls hlutafé í félaginu, yrði undanskilið forgangsrétti hluthafa því áætlað er að nota það til að greiða fyrir hlutafé í Olís ef kaupsamningurinn á félaginu fær náð fyrir augum samkeppnisyfirvalda.

Loks samþykkti félagið að greiða ríflega 1,2 milljarða króna í arð, á genginu 1,023 krónur á hlut.

Eftirtaldir hlutu kjör í stjórn félagsins:

  • Davíð Harðarson fæddur 1976 er nýr í stjórn, en hann fékk 605.790.648 atkvæði. Hann er fjármálastjóri Nordic Visitor.
  • Erna Gísladóttir fædd 1968 bauð sig fram til áframhaldandi setu en hún er forstjóri BL og fékk 711.720.118 atkvæði.
  • Kristín Friðgeirsdóttir fædd 1971 hefur verið formaður stjórnar en hún fékk 704.974.984 atkvæði.
  • Sigurður Arnar Sigurðsson fæddur 1964 er fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar en hann fékk 679.212.154 atkvæði til áframhaldandi setu í stjórn.
  • Stefán Árni Auðólfsson fæddur 1972 er lögmaður hjá LMB lögmönnun, en hann var kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn og fékk til þess 704.918.999 atkvæði.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá buðu auk þeirra þeir Már Wolfgang Mixa lektor í fjármálum við HR og Tryggvi Guðbjörn Benediktsson ráðgjafi sig fram en hlutu ekki stjórnarsæti.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim