*

laugardagur, 19. janúar 2019
Fólk 13. júlí 2014 08:45

Davíð til Kolibri

Davíð Brandt hefur unnið við að hanna og þróa stafrænar upplifanir fyrir fjölmörg fyrirtæki.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Davíð Brandt hefur verið ráðinn sem nýr hugbúnaðarsérfræðingur hjá Kolibri. Hann er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur áður unnið hjá m.a. OZ, CCP, Marimo, Networked Anternate Reality Creations og Aegos auk þess sem hann stofnaði fyrirtækið Giosk.

Kolibri sérhæfir sig í að hanna og þróa stafrænar upplifanir fyrir viðskiptavini sína, en á meðal þeirra eru Vodafone, Össur, 66°Norður, Tryggingamiðstöðin, Nikita Clothing, Nova, Sjóvá, Eimskip og Salomon.

Stikkorð: Kolibri Davíð Brandt