*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 9. september 2018 12:39

Debenhams í miklum vanda

Verslunarkeðjan hefur þurft til loka verslunum og selja eingir til að takast á við mikla rekstrarerfiðleika.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Árið 2018 hefur verið erfitt ár fyrir bresku verslunarkeðjuna Debenhams. Fyrirtækið hefur nú þegar sent frá sér 3 afkomuviðvaranir og hefur hlutabréfaverð þess lækkað um 63% það sem af er þessu ári. Samkvæmt frétt BBC hafa forsvarsmenn Debenhams nú leitað til ráðgjafa KPMG til að skoða alla þá möguleika sem fyrirtækið hefur til þess að bæta stöðu sína. 

Samkvæmt BBC er einn þessara möguleika að fyrirtækið muni nýta sér greiðslustöðvunarákvæði í breskum lögum sem mun gera því kleift að loka verslunum og endursemja við leigusala og lánardrottna. Félagið skoðar það því alvarlega að fara í greiðslustöðvun og leita nauðasamninga til þess að rétta af rekstur þess.

Debenhams hefur nú þegar farið í aðgerðir til þess að draga úr kostnaði og var með meðal annars greint frá því í ágúst að 80-90 manns yrði sagt upp í höfuðstöðvum félagsins. Þá greindi félagið einnig frá því í febrúar að það hygðist skera niður verslunarstjórastöður um 320. Auk þess hyggst Debenhams selja eignarhlut sinn í dönsku verslunarkeðjunni Magasin du Nord en talið er að verðmæti hennar nemi allt að 200 milljónum punda. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim