Rússneska utanríkisþjónustan hefur rekið 35 bandaríska sendiherra úr landi í kjölfar þess að Bandaríkin gerði slíkt hið sama. Bandaríska stjórnin sendi 35 rússneska stjórnarerindreka úr landi vegna tölvuinnbrota Rússa og afskiptasemi í bandarísku forsetakosningunum. Að sögn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kom skipunin um brottrekstur sendiherrana frá Vladímír Pútín, forseta Rússlands.

Rússneska ríkisstjórnir neitar þó aðild í tölvuinnbrotunum og hefur tekið fram að engar sannanir séu fyrir aðild Rússa í þeim. Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, sakaði jafnframt Obama stjórnina um að vera andsnúna Rússlandi, en stjórn Donald Trump tekur við 20. janúar næstkomandi.

Rússneska sendiráðið í Bretlandi tjáði sig um málið á Twitter og kallaði brottreksturinn „Deja vu frá Kalda stríðs tímanum.“ Þar var einnig tekið fram að þau biðu spennt eftir því að stjórn Obama lyki.