Hallbjörn Karlsson fjárfestir segir frá því á facebook síðu sinni að honum hafi tekist að spara sér um 250 þúsund íslenskar krónur með því að panta dekkjaumgang undir bíl sinn erlendis frá.

„Þetta er hálf fáránlegt: Sumardekk á (sumar!) Teslur eru rándýr. Því pantaði ég þessi fjögur dekk frá UK (camskill.co.uk). Tók 5 daga eða svo. Með öllu, hingað komin, með tolli, flutningskostnaði, vaski, og öllu, kostuðu dekkin samtals 147 þúsund,“ segir Hallbjörn á facebook síðu sinni .

„Til samanburðar kosta nákvæmlega sömu dekk á Íslandi krónur 99.990....... en þó bara fyrir eitt dekk! Munurinn er því munurinn á 400þús og 147þús. Ég mæli sem sagt með því að fólk kaupi sér dekk frá Bretlandi! Og þetta er að auki keyrt heim til þín.“