*

föstudagur, 19. apríl 2019
Fólk 15. mars 2018 14:16

Deloitte ræður til sín 6 starfsmenn

Svanur Þorvaldsson er nýr ráðgjafi hjá Deloitte en félagið hefur auk þess ráðið 5 nýja starfsmenn í þróun sjálfvirkni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýlega gengu sex nýir starfsmenn til liðs við Deloitte og munu m.a. starfa við ráðgjöf og uppbyggingu á sjálfvirknivæddum viðskiptaferlum (e. Robotics) og upplýsingakerfum innan Áhætturáðgjafar Deloitte.

Svanur Þorvaldsson hefur verið ráðinn sem ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun. Hann lauk B.Sc. og MBA gráðu frá Webber International University í Bandaríkjunum. Hann hefur reynslu sem stjórnunarráðgjafi og hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi sem slíkur.

Fimm nýjir starfsmenn hafa bæst við í við þróun á Robotics, eða sjálfvirknivæddu viðskiptaferlunum:

Andri Már Stefánsson útskrifaðist 2017 með meistaragráðu í Mathematical Modelling and Computation frá Danmarks Tekniske Universitet (e. DTU). Frá útskrift hefur hann unnið í samstarfi við DTU að þróun hugbúnaðar sem auðveldar aðgengi að prófunum og samanburði eignarstýringarmódela.

Quan Dao Dong hefur verið ráðinn sem forritari í Robotics. Hann lauk hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 en starfaði áður sem forritari hjá DoHop.

Sölvi Már Magnússon er með B.Sc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann vann áður hjá Staka automation ehf. við Analytics and Information Management.

Einar Brandsson er með B.Sc gráðu í tölvunarfræði. Einar starfaði hjá Fjarskiptum áður en hann var ráðinn til Deloitte.

Þá mun Sindri Ingólfsson einnig starfa við forritun Robotics en hann útskrifaðist með B.Sc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

„Eftirspurn eftir þjónustu á sviði sjálfvirknivæðingar ferla hefur stóraukist á undanförnum misserum ,“ segir Björn Ingi Victorsson, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. „Með innleiðingu slíkrar sjálfvirknivæðingar geta fyrirtæki skapað umtalsvert kostnaðarhagræði og við viljum geta stutt þau í þeirri viðleitni með öflugu teymi sérfræðinga. Það er því mikill akkur fyrir okkur að fá Svan, Andra, Sölva, Einar, Quan og Sindra til liðs við Deloitte.“

Um Deloitte

Deloitte er stærsta fyrirtæki heims á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Um 260.000 manns starfa hjá fyrirtækinu í yfir 150 löndum um allan heim. Það er leiðandi á sínu sviði og þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum heims, auk þess að þjóna stórum og smáum atvinnurekstri í þeim löndum sem það er með starfsemi í.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim