Alþjóðlega fyrirtækið Deloitte varð fyrir tölvuárás síðastliðinn mánudags. Frá þessu greindi Guardian fyrst en í frétt þeirra kemur fram að árásin hafi beinst að leynilegum tölvupóstum viðskiptavina fyrirtækisins.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu — sem er eitt af þeim fjóru stærstu í heiminum á sviði ráðgjafar- og endurskoðunar —segir að tölvuárásin hafi einungis haft áhrif á mjög takmarkaðann hluta viðskiptavina fyrirtækisins. Fyrirtækið er eitt þeirra arðvænlegustu í Bandaríkjunum og nam hagnaður Delitte um 27,3 milljörðum dollara í fyrra.

Tölvuþrjótur komst inn á tölvupóstsvefþjón fyrirtækisins í gegnum stjórnunaraðgang. Þar af leiðandi gat hakkarinn nálgast talsvert magn af viðkvæmum upplýsingum samkvæmt heimildarmönnum Guardian. Árásin beindist aðallega að starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum.