*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 22. apríl 2014 10:40

DiCaprio leikur hugsanlega Steve Jobs

Sony Pictures á í samningaviðræðum við Danny Boyle um að leikstýra nýrri mynd um Steve Jobs.

Ritstjórn

Hugsanlegt er að Leonardo DiCaprio fari með hlutverk í nýrri mynd sem leikstjórinn Danny Boyle mun leikstýra um Steve Jobs. The Hollywood Reporter greinir frá þessu. Jobs var forstjóri Apple fyrirtækisins um árabil og átti mikinn þátt í að þróa iPhone og iPad. 

The Hollywood Reporter segir að Sony Pictures eigi i samningaviðræðum við Boyle um að leikstýra myndinni og Boyle vilji að DiCaprio fari með aðalhlutverkið. Boyle og DiCaprio unnu síðast saman að myndinni The Beach árið 2000. 

Ashton Kutcher fór með hlutverk í mynd um Steve Jobs sem nýlega kom út.