*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 20. janúar 2017 17:36

Dimon fékk veglega launahækkun

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sem var talinn líklegur til að taka við stöðu fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hlaut milljón dollara launahækkun hjá bankanum.

Ritstjórn
Jamie Dimon hefur það líklega ágætt.
epa

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan, fékk 1 milljón dollara kauphækkun á síðast ári. Hann var þegar best launaðasti forstjóri fjármálafyrirtækjanna á Wall Street, með einar 28 milljónir á ári, eða því sem jafngildir 3.181 milljónum miðað við gengi dagsins í dag. Frá þessu er greint í frétt CNN um málið.

Dimon var álitinn líklegur að hljóta starf fjármálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump, en að lokum hlaut Steven Mnuchin, fyrrum yfirmaður hjá Goldman Sachs starfið.

JPMorgan skilaði verulegum hagnaði á árinu, eða 24,7 milljörðum og hlutabréf í bankanum voru í blóma á árinu 2016. Þau hækkuðu um 29% á næsta ári.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim