Samtök fjármálafyrirtækja hefur nýverið staðið fyrir úttekt á breytingum á regluverki fjármálamarkaða hérlendis, í Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Skýrsluna má nálgast hér .

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að fjármálakreppan hafi afhjúpað „djúpstæða bresti á fjármálamörkuðum“ og að viðbrögð stjórnvalda hafi verið að umbylta regluverki fjármálamarkaða, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Skýrslan var unnin af hagfræðingunum Ásgeiri Jónssyni, Ingva Erni Kristinssyni ásamt Jónasi Fr. Jónssyni, lögfræði og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Taka á óæskilegri áhættusækni

Þar kemur einnig fram að breytt hafi verið reglum sem eigi að taka á óæskilegri áhættusækni, eftirlit með fjármálastofnunum hefur verið eflt, strangari kröfur hafa verið gerðar með eigið fé og laust fé ásamt því að auka innistæðuvernd og að koma í veg fyrir að skattborgarar þurfi að standa straum af kostnaði vegna gjaldþrota fjármálafyrirtækja.

Tekið er fram í skýrslunni að reglur og viðmið sem sett hafa verið á alþjóðavettvangi ásamt þeim tilskipunum Evrópusambandsins hafi verið samþykktar og lögfestar hér á landi og gilda því um rekstur fjármálafyrirtækja. Aðildarfélög SFF styðja þessar breytingar og taka undir markmið þeirra.