Sig­ur­jón Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var í Hæstarétti í dag dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut sinn í markaðsmis­notk­un­ar­máli Lands­bank­ans.

Samkvæmt frétt mbl.is var Ívar Guðjóns­son fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga bank­ans dæmd­ur í 2 ára fang­elsi og Júlí­us S. Heiðars­son, fyrr­um starfsmaður eig­in fjár­fest­inga fékk eins árs fang­elsisdóm. Sindri Sveins­son, fyrr­um starfsmaður eig­in fjár­fest­inga bank­ans fékk eins árs fangelsisdóm.

Í héraði var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi og þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Júlíus Steinar og Ívar Guðjónsson voru báðir dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar, þar af sex mánuðir skilorðsbundnir. Sindri Sveinsson var hins vegar sýknaður.