*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 8. ágúst 2018 09:15

Domino´s á Íslandi hyggst opna tvo nýja staði

Sala pítsustaðarins Domino´s á Íslandi jókst um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Ritstjórn
Domino´s Pizza Group stefnir að því að opna tvo nýja staði hérlendis á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
Aðsend mynd

Sala pítsustaðarins Domino´s á Íslandi jókst um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Domino´s Pizza Group, móðurfélagi keðjunnar. 

Hagnaður var af rekstri Domino´s hér á landi en hins vegar var tap hjá fyrirtækinu víða annars staðar meðal annars í Noregi. 

Þó hefur dregið úr söluvexti keðjunnar hérlendis en salan jókst um 15,2 á fyrstu sex mánuðum ársins 2017 frá sama tímabili 2016.

Domino´s Pizza Group stefnir að því að opna tvo nýja staði hérlendis á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Staðir fyrirtækisins hér á landi eru nú 23 en stjórnendur fyrirtækisins telja að reka megi um 30 staði hér á landi.