*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 20. janúar 2017 16:55

Donald Trump orðinn Bandaríkjaforseti

Donald John Trump er orðinn 45. forseti Bandaríkjanna.

Ritstjórn
Donald Trump sver embættiseið.
epa

Donald John Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna klukkan 17:00 í dag að íslenskum tíma á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. Hann tekur við embætti af Barack Hussein Obama, sem gegnt hefur embættinu undanfarin átta ár.

Á tröppunum eru samankomnir fráfarandi forseti, Barack Obama og kona hans, Michelle Obama ásamt fráfarandi varaforseta Joe Biden og komandi varaforseta Mike Pence, fyrrverandi Bandaríkjaforsetum og fjölda annarra leiðtoga í bandarískum stjórnvöldum.

Innsetningarathöfnin hófst klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Clarence Thomas hæstaréttardómi tók eiðstaf af Mike Pence, varaforseta, klukkan 16:30. John Roberts tók eiðstaf af Trump.

Mikill fjöldi almennings hefur safnast saman við þinghúsið þar sem það hlustar á ræðuhöld, bænir og söng, meðan það bíður eftir því að Trump stígi fram og verði svarinn inn í embætti.

Hægt er að horfa á athöfnina í beinni útsendingu hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim