Félagið PAC1501 ehf. hefur fengið grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu á samruna fyrirtækisins við Reykjavík Sightseeing Invest ehf., en fyrrnefnda félagið er dótturfélag Horn III slhf.

Horn III er svo framtakssjóður sem stofnaður var af Landsbréfum hf., dótturfélags Landsbankans og sinnir fjárfestinum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdum fjárfestingum og tengdum rekstri. Helsta starfsemi Reykjavík Sightseeng Invest snýr hins vegar að smásölu á ferðum fyrir ferðamenn.

Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að ekki verði til markaðsráðandi staða við sameininguna né að slík staða muni ekki styrkjast við hana.

Hins vegar hafa verið sett skilyrði í málinu ætluð til að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði framangreindra félaga gagnvart Landsbankanum, en þau eru gerð í sátt við samrunaaðila. Þar er jafnframt mælti fyrir um tiltekna meðferð upplýsinga gagnvart þeim aðilum sem eiga hluti í fleiri en einu fyrirtæki á markaði.

„Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaðan að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum,“ segir í frétt Samkeppniseftirlitsins um samrunann.