*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 2. ágúst 2017 13:47

Dow Jones komin yfir 22.000 stig

Dow Jones hlutabréfavísitalan stendur í hæstu hæðum eftir að hafa hækkað um 11,5% það sem af er ári.

Ritstjórn
Gísli Freyr Valdórsson

Dow Jones hlutbréfavísitalan fór rétt í þessu yfir 22.000 þúsund stig í fyrsta skipti í sögunni. Vísitalan sem inniheldur 30 af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna fékk byr undir báða vængi eftir að gengi hlutabréfa Apple hækkaði um 6,37% frá því að fyrirtækið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung.

Þegar þetta er skrifað stendur vísitalan í 22.031 stigi og hefur hún hækkað um 11,5% það sem af er þessu ári.