Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur fallið um ríflega 200 punkta í dag, eða nær 1%. Um er að ræða mestu lækkun ársins.

S&P 500 vísitalan hefur þá einnig lækkað um nær 1%, á sama tíma og Nasdaq féll um rúma prósentu.

Markaðir hafa verið á mikilli siglingu eftir að Trump tók við taumunum, en nú virðast sjóðstjórar vera orðnir örlítið svartsýnni.

Þekktir sjóðstjórar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar miklu bjartsýni sem hefur ríkt á mörkuðum. Of mikilli bjartsýni verður að taka með fyrirvara.