Útlit er fyrir aukinn hagvöxt á evrusvæðinu á næstu misserum, en í dag ákvað evrópski seðlabankinn að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0%. Mario Draghi, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, segir að „aukin bjartsýni ríki,“ á evrusvæðinu.

Í frétt BBC um málið segir að evrópski seðlabankinn hafi hækkað hagaxtaspá sína fyrir evrusvæðið og spáir nú 1,8% hagvexti á þessu ári og 1,7% hagvexti á því næsta, sem er hækkun um 0,1 prósentustig, bæði árin.

Verðbólga á evrusvæðinu er 2% og er aðeins hærra en verðbólguspá evrópska seðlabanks var. „Ég myndi segja að hættan á verðhjöðnun sé úr sögunni,“ er haft eftir Draghi á fundinum.