Ríflega 146 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastöð Leifs Eiríkssonar eða 22 þúsund fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölgunin nemur því 17,8 prósentustigum milli ára. Fjölgunin í maímánuði var aftur á móti minni en aðra mánuði yfirstandandi árs. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu.

Þannig fjölgaði ferðamönnum um 75,3% milli ára í janúar 47,3% í febrúar, 44,4% í mars og 61,8% í apríl. Frá áramótum hafa um 752 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 46,5% aukning miðað við sama tímabil árið á undan.

Bandaríkjamenn voru 30% eða tæpur þriðjungur ferðamanna í maí og fjölgar verulega. Bretar komu þar næstir en athygli vekur að þeim fækkar talsvert á milli ára, eða um 28%. Annars var hlutfall tólf fjölmennustu þjóðernanna af heildarfjölda í maí sem hér segir:

  1. Bandaríkin 34,2%
  2. Bretland 7,8%
  3. Þýskaland 7,4%
  4. Kanada 6,2%
  5. Frakkland 5,2%
  6. Svíþjóð 4,2%
  7. Noregur 3,7%
  8. Pólland 3,4%
  9. Danmörk 3,1%
  10. Holland 2,9%
  11. Kína 2,6%
  12. Finnland 2,1%

Ferðamenn hafa meira en þrefaldast á tímabilinu januar til maí á fimm ára tímabili frá árinu 2013. Þannig hafa N-Ameríkanar meira en sexfaldast, Mið- og S-Evrópubúar meira en þrefaldast, Bretar nærri þrefaldast og ferðamenn frá frá löndum sem flokkast undir nærri fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í mun minna mæli eða um 34% á tímabilinu 2013 til 2017.

Íslendingar duglegri að fara erlendis

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2013 Bandaríkjamenn voru 29,1% af heild árið 2017 sem er mun hærra hlutfall en á árunum 2013-2016. Hlutdeild Breta var í kringum 27 til 29% á árunum 2013-2016 en fer niður í 21,8% árið 2017. Norðurlandabúar voru 8,1% af heild árið 2017 en hlutdeild þeirra hefur lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Hlutdeild Mið-og S-Evrópubúa hefur verið svipuð á tímabilinu 2013 til 2017 en hefur hækkað hjá þeim sem falla undir annað.

Um 52 þúsund Íslendingar fóru utan í maí eða 17,8% fleiri en í maí 2016. Frá áramótum hafa 227 þúsund Íslendingar farið utan eða 22,9% fleiri en sama tímabil árið 2016.