*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 10. október 2017 12:18

Dregur úr fjölgun launþega

Launþegum í sjávarútvegi fækkar en aukningin minnkar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Fjölgunin er í heild 4% milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launþegum hefur fjölgað milli ára í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, ef horft er til 12 mánaða tímabils frá september 2016 til ágúst 2017, en dregið hefur úr hraða fjölgunarinnar. Hins vegar hefur launþegum fækkað í sjávarútvegi á tímabilinu að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar.

Að jafnaði voru 17.293 launagreiðendur á Íslandi á tímabilinu og hafði þeim fjölgað um 688 eða 4,1% frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Launagreiðendur greiddu að meðaltali 185.600 einstaklingum laun á tímabilinu, sem er aukning um 8.700, eða 4,9% á sama tímabili, samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Fjölgun launþega í heild 4% milli ára

Í byggingarstarfsemi voru í ágúst 2.608 launagreiðendur en 13.200 launþegar sem er fjölgun um 1.600 launþega, eða um 14% frá því í ágúst á síðasta ári.

Í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar voru 1.926 launagreiðendur og um 30.500 launþegar í ágústmánuði síðastliðnum. Hafði þá launþegunum fjölgað um 2.400 eða 8% á einu ári. Í heild hefur launþegum fjölgað hér á landi um 7.300 eða 4% á milli ára en hafa verður í huga að einyrkjar með eigin starfsemi eru ekki inn í þessum tölum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim