Dregið hefur úr hækkun olíuverðs í kjölfar þess að opinber gögn sýndu að innlendar hráolíubirgðir í Bandaríkjunum hafa aukist. Þrátt fyrir að dregið hafi úr hækkunum hefur verð á hverja tunnu haldist yfir 80 dollurum, ástæðan fyrir því er sögð vera viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna á Íran.

Heimsmarkaðsverð á olíu fór niður í 81,5 bandaríkjadollara á tunnuna. Hráolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,9 milljónir tunna í síðustu viku þvert á spá greinanda sem höfðu gert ráð fyrir að birgðirnar myndu minnka um 1,3 milljónir tunna.

Sérfræðingar hjá Commerzbank telja að undanfarnar hækkanir á olíuverði séu aðallega vegna Donald Trump sjálfs, hann hafi beint sjónum markaðarins á viðskiptaþvinganirnar gegn Íran að nýju. Þá hafi olíuverð hækkað þrátt fyrir að nægilegt framboð sé til staðar á markaðnum þökk sé framleiðsluaukningar hjá OPEC og Rússlandi.

Frétt Reuters um málið.