Færeyska flugfélagið Atlantic Airways skilaði hagnaði upp á 7,4 milljónir danskra króna, jafnvirði 832 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er næstum því helmingi minni hagnaður en í hittifyrra þegar hagnaður flugfélagsins nam 14 milljónir danskra króna. Félagið skilaði tapi upp á 7,1 milljón danskra króna á fjórða ársfjórðungi í fyrra sem var næstum 5 milljónum meira en árið 2012.

Fram kemur í uppgjörstilkynningu að samdrátturinn skýrist af fjölda óreglulegra liða, s.s. færri flugferða til Egyptalands, samdráttar í þyrluflugi og fleiru til.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) flugfélagsins nam 81,5 milljónum danskra króna í fyrra borið saman við 83,4 milljónir árið 2012. Á sama tíma jukust tekjurnar á milli ára úr 501,3 milljónum danskra króna árið 2012 í 542,2 milljónir í fyrra. Farþegum fjölgaði sömuleiðis. Þeir voru 208.329 árið 2012 en voru orðnir 225.200 í fyrra.

Uppgjör Atlantic Airways