*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. janúar 2018 14:37

Dregur úr líkum á vaxtalækkun

Landsbankinn segir hækkun verðbólgunnar augljóslega draga úr líkum á að Seðlabankinn lækki vexti 7. febrúar.

Ritstjórn
vb.is

Í nýjustu Hagsjá greiningardeildar Landsbankans er bent á að hækkun verðbólgunnar sem Viðskiptablaðið hefur sagt frá í morgun sé sú síðasta sem peningastefnunefnd muni hafa til skoðunar við næstu vaxtaákvörðun. Dragi mæling Hagstofunnar augljóslega úr líkum á því að nefndin lækki vexti á miðvikudaginn 7. febrúar eftir rúma viku.

Segir bankinn líkt og Íslandsbanki sagði fyrr í dag, það koma á óvart að hve mikið reiknuð húsaleiga hafi hækkað, eða um 0,9% milli mánaða. Landsbankinn hafi spáð óbreyttu gildi. Að sama skapi hafi hækkun fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins numið 5,4% milli mánaða, sem komi í kjölfar 3,2% lækkunar milli mánaða í desember.

Greiningardeild Arion banka tekur í svipaðan streng auk þess að benda á að nú virðist sem uppsafnaður þrýstingur á matvöruverð sé að brjótast út þegar áhrif af styrkingu krónunnar og nýrri samkeppni sé farið að dvína.

Spáir Arion banki því að verðvísitalan hækki um 0,7% í næsta mánuði, þegar útsöluáhrif byrji að ganga til baka og flugfargjöld fari að hækka. Í mars nemi hækkunin 0,5% þegar útsöluáhrif gangi til baka að fullu og tómstundir og flugfargjöld hækki, og loks í apríl nemi hækkunin 0,3%, enn vegna hækkandi flugfargjalda.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim