*

mánudagur, 21. janúar 2019
Fólk 3. ágúst 2018 13:52

Drífa hættir í stjórn ÍLS

Drífa Snædal, stjórnarmaður hjá Íbúðalánasjóði, tilkynnti félags- og jafnréttismálaráðherra í dag úrsögn sína úr stjórn Íbúðalánasjóðs.

Ritstjórn

Drífa Snædal, stjórnarmaður hjá Íbúðalánasjóði, tilkynnti félags- og jafnréttismálaráðherra í dag úrsögn sína úr stjórn Íbúðalánasjóðs. Tekur úrsögnin gildi frá og með deginum í dag, 3. ágúst 2018.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að hún þakkar það traust sem henni hefur verið sýnt í þau ríflega fjögur ár sem hún hefur setið í stjórninni.