*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 26. október 2018 11:35

Drífa Snædal kjörin forseti ASÍ

Drífa var kjörin með 66% greiddra atkvæða.

Ritstjórn
Drífa Snædal, er nýr forseti ASÍ.
Aðsend mynd

Drífa Snædal er nýr forseti ASÍ. Hún lagði Sverri Mar Albertsson í forsetakjöri. Tilkynnt var um úrslitin fyrir skömmu.

Drífa hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.

í frétt á vef ASÍ segir að Drífa sé 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti frá Háskólanum í Lundi. Drífa hefur starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um Kvennaathvarf. Þá sé Drífa fyrsta konan sem kjörin er í embætti forseta ASÍ í 102 ára sögu Alþýðusambands Íslands.

Stikkorð: ASÍ Drífa Snædal