*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 22. mars 2019 17:17

Dró úr hækkun Icelandair er á leið dags

Gengi bréfa Icelandair hækkaði mest um fjórðung í dag, meðan Úrvalsvísitalan endaði yfir 1.900 stiga múrnum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,73% í dag, upp í 1.940,48 stig, í 5,8 milljarða viðskiptum. Krónan veiktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntunum, mest gagnvart breska pundinu, japanska jeninu og Bandaríkjadal.

Er þetta í fyrsta sinn síðan 17. maí árið 2017 sem Úrvalsvísitalan rífur 1.900 stiga múrinn í lokagengi sínu, en síðustu tvo daga hefur hún farið upp fyrir múrinn á einhverjum tímapunkti yfir daginn. Hefur lokagengi úrvalsvísitölunnar ekki verið hærri en í dag síðan 9. maí 2017.

Er þessi mikla hækkun þrátt fyrir að öll félög hafi lækkað í virði utan Icelandair, Marel og HB Granda, en viðskiptin með bréfin í þessum félögum námu samanlagt 2,9 milljörðum. Þar af voru eftir sem áður mestu viðskiptin, eða fyrir um 2,1 milljarð króna með bréf Marel sem hækkuðu um 1,32% og enduðu í 536,0 krónum.

61% sveifla á bréfum Icelandair

Icelandair hækkaði hins vegar mest, líkt og undanfarna daga, eða um 5,81% í 784 milljóna viðskiptum og er gengið nú komið upp í 9,10 krónur. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun var hækkunin um tíma í dag nærri tvöfalt meiri.

Mest fór verðið í 10,82 krónur í dag, sem þýðir 26% hækkun miðað við lokagengi í gær. Ef miðað er við þegar bréf félagsins fóru lægst á þriðjudaginn í síðustu viku, 6,73 krónur, nemur sveiflan upp í hæsta punkt dagsins í dag 61% hækkun.

Mest lækkun var hins vegar á bréfum Sýnar, sem lækkuðu um 3,64% í þó ekki nema 61 milljóna viðskiptum og fóru þau niður í 31,8 krónur. 

Næst mest lækkuðu bréf Reginn í virði, eða um 2,37%, niður í 20,60 krónur, í 160 milljóna króna viðskiptum. Loks var Skeljungur með þriðju mestu lækkunina, eða 2,22% í 182 milljóna króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 7,04 krónur.

Bandaríkjadalur í um 120 krónum

Gengi krónunnar hefur á sama tíma lækkað nokkuð gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum, mest gagnvart breska Sterlingspundinu, sem hækkaði um 2,5% gagnvart krónunni og fæst nú á 157,55 krónur.

Næst mest hækkaði japanska Jenið gagnvart krónunni, eða um 2,17% og fæst það nú á 1,0870 krónur, og loks styrktist Bandaríkjadalur um 1,3% gagnvart krónunni, og kostar dalurinn því 119,45 krónur, en sölugengi hans er 120,25.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim