Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet tapaði 15 milljón pundum, rúmum 2,3 milljörðum króna, á þeirri 36 klukkustunda stöðvun sem varð á flugumferð um breska flugvöllinn Gatwick fyrir jól vegna flugs dróna inní lofthelgi hans.

Stöðvunin hafði áhrif um 1.000 flug, sem ýmist þurfti að aflýsa eða beina annað, og raskaði flugferðum 140 þúsund farþega. Yfir helmingur þeirra farþega voru á vegum EasyJet – umsvifamesta flugfélags flugvallarins, sem sjálfur er næst-stærsti flugvöllur Bretlands – eða um 82 þúsund manns, og yfir 400 af flugunum aflýstu.

Þriðjungur tapsins, um 5 milljón pund, var í formi áætlaðs tekjutaps, en afgangurinn vegna kostnaðar við aðstoð og bætur til viðskiptavina.

„Það olli okkur vonbrigðum hversu langan tíma tók að leysa úr stöðunni,“ er haft eftir framkvæmdastjóra flugfélagsins, Johan Lundgren, í frétt Reuters um málið .