Dropbox náði miklum frama með því að bjóða upp á einfalda gagnageymslu á netinu. Árið 2013 var fyrirtækið með á átta milljarða dollara, en einungis ári síðar var verðmatið orðið 10 milljarðar dollara.

Samkvæmt heimildum Bloomberg fréttaveitunnar er fyrirtækið að skoða það að fara á markað á næsta ári. Dropbox á að vera í viðræðum við ráðgjafa sem hjálpa þeim að meta kosti og galla útboðs.

Fyrirtækið hefur fengið að finna fyrir aukinni samkeppni og hefur reynt að ráðast á nýja markaði með nýjar vörur. Fjárfestar eru óvissir með að fyrirtækið standi undir verði, en það er ekki enn farið að skila hagnaði.

Um 200.000 fyrirtæki borga fyrir þjónustuna og er Adidas AG orðið einn stærsti viðskiptavinur Dropbox. Samkvæmt heimasíðu félagsins eru heildar notendur um 500 milljón talsins.