Dunkin‘ Donuts hefur hætt starfsemi hér á landi eftir að staðurinn lokaði í Kringlunni lokaði um áramótin. Vísir greinir frá málinu .

„Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu,“ segir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, við Vísi.

Hann segir verðlagninguna álíka og í Svíþjóð og Danmörku en félagið hafi ekki treyst sér að hækka verð frekar hér á landi. Hins vegar verða áfram seldir kleinuhringir frá Dunkin‘ Donuts í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk.

Opnun Dunkin‘ Donuts vakti mikla athygli á sínum tíma og röð var út á götu fyrstu viðskiptadagana en staðnum var lokað rúmlega tveimur árum síðar.