*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 17. júní 2017 17:43

Dýr leigubílaferð á völlinn

Leigubílaverð á milli Leifstöðvar og Reykjavíkur er talsvert hærra en þekkist í höfuðborgum annarra Norðurlanda.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einstaklingur sem tekur leigubíl frá Leifsstöð að hóteli í miðbæ Reykjavíkur kemur til með að borga 14.500 íslenskar krónur hjá BSR fyrir farið en 16 þúsund krónur hjá Hreyfli. Vegalengdin er um það bil 50 kílómetrar sem er svipað löng vegalengd og þegar keyrt er frá miðborg Oslóar og að flugstöðinni við Gardermoen. Á milli miðborgar Stokkhólms og Arlanda er vegalengdin ívið styttri en þá rukkar leigubílstjórinn á bilinu 5.400 til 6.000 krónur fyrir ferðina. Þessu er gert skil í úttekt Túrista á kostnaði leigubílaferða í nokkrum Norðurlöndum.

Verðskrá norsku leigubílastöðvanna er mitt á milli þess sem þekkist hér á landi, það þyrfti að borga um 8 til 9 þúsund krónur fyrir leigubílaferð á milli Oslóar og Gardenmoen flugvallar. Þar hækkar gjaldið um tvö til þrjú þúsund krónur á nótunni en hér er sama verð allan sólarhringinn líkt og i Sviþjóð. 

Kennir óhagstæðu gengi um

Vignir Þröstur Hjálmarsson, hjá Hreyfli, segir að verðsamanburður sé háður gengi og eins og sakir standa er krónan mjög sterk. „Þrátt fyrir gengisbreytingar hefur verðlag hér lítið breyst en taxtar á Íslandi taka óhjákvæmilega mið af verðlagi innanlands en ekki í útlöndum. Það sem var ódýrara hér á landi fyrir nokkru síðan er því orðið dýrara ef viðmiðið er erlent," segir Vignir í samtali við Túrista. 

Ef tekið er mið af meðalgengi krónunnar árið 2015 þá er skutlið frá Osló samt sem áður ódýrara ef farið með Hreyfli út á Leifsstöð eða um 12.500 krónur á daginn og 15.700 krónur á kvöldin. Leigubíll frá Stokkhólmi til Arlanda myndi kosta 8 þúsund krónur miðað við gengi krónunnar árið 2015. Það er helmingi minna en borga þarf fyrir bíl hjá Hreyfli. 

Stikkorð: Leigubílar dýr flugvöllur samanburður skutl