Indverski utanríkisráðherrann, Sushma Swaraj, hefur hótað því að reka alla erlenda starfsmenn Amazon frá Indlandi vegna umdeildrar dyramottu, sem var til sölu á kanadíska útibúi netsölutorgsins Amazon. Á dyramottunni er að finna mynd af indverska fánanum og eins og gengur og gerist með dyramottur eru þær notaðar til að þurrka af fótum, áður en er stigið inn í hús. Indverjar virðast ekki ánægðir með athæfið. Frá þessu er greint í frétt Financial Times .

Athugull Twitter notandi að nafni Atul Bhobe tók eftir vörunni á sölutorgi Amazon, tók skjáskot af henni og sendi á utanríkisráðherrann og sagði:

Í kjölfarið tók Sushma Swaraj til sinna ráða og sendi skilaboð til sendiráðs Indlands í Kanada. Þar segir hún að slík hegðun sé óásættanlegt og kallar eftir því að sendiherrann taki þetta mál upp. Hún kallaði einnig eftir því að Amazon bæðist afsökunar og hótaði því að erlendir starfsmenn Amazon yrðu sendir úr landi.

Amazon sendi stutt svar til baka þar sem kom fram að: „varan er ekki lengur til sölu á síðunni.“